,,Gömlu gildin skópu þennan sigur," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson eftir að lið hans nældi sér í þrjú stig gegn Stjörnunni í hörkuleik fyrr í dag.
,,Við vorum aggressívir og fórum í holur sem við töluðum um að fara í. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn fannst mér við vera betri. Svo höfðum við nokkra yfirburði í síðari hálfleik og úrslitin sanngjörn að mínu mati."
,,Ég var ánægður með færin sem við fengum því þau voru eins og við höfðum lagt upp með. Að spila okkur aftur fyrir þá eins og við ætluðum okkur. Þannig ég er sáttur með leikinn og úrslitin sem við fengum."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir