Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 29. ágúst 2014 12:50
Elvar Geir Magnússon
Redknapp með nýjan samning frá QPR
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp mun skrifa undir nýjan samning við QPR til tveggja ára. Þessi litríki knattspyrnustjóri er harðákveðinn í að halda liðinu uppi í úrvalsdeildinni.

QPR hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu, þar á meðal 4-0 gegn Tottenham síðasta sunnudag.

„Kannski skrifa ég undir samninginn á morgun. Hann er allavega kominn í mínar hendur. Ég er ekki búinn að lesa hann og mun líklega ekki gera það. Ég skrifa bara undir," sagði Redknapp léttur.

QPR mætir Sunderland á Loftus Road á laugardag og vonast til að vinna fyrsta sigur tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner