Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. ágúst 2014 12:30
Elvar Geir Magnússon
Þrenna Kovacic gegn Stjörnunni bara byrjunin?
Atli Jóhannsson liggur í grasinu eftir viðskipti sín við Kovacic.
Atli Jóhannsson liggur í grasinu eftir viðskipti sín við Kovacic.
Mynd: Getty Images
Mateo Kovacic vonar að þrennan gegn Stjörnunni í 6-0 sigrinum í gær sé bara byrjunin á markaskorun sinni fyrir Inter.

Þessi geðþekki króatíski miðjumaður hafði ekki skorað fyrir Inter áður en að leiknum kom. Hann er hinsvegar kallaður "Kóngurinn á San Siro" í fyrirsögn á forsíðu La Gazzetta dello Sport í morgun.

„Ég var orðinn pirraður því mörkin komu ekki fyrr," sagði Kovacic eftir leikinn í gær.

„Ég held og vona að ég verði enn sterkari á þessu tímabili. Vonandi koma fleiri mörk frá mér núna. Þjálfarinn hvetur mig alltaf til að koma mér inn í teiginn og það skilaði sér núna."
Athugasemdir
banner
banner