lau 29. ágúst 2015 17:22
Elvar Geir Magnússon
1. deild: Fjarðabyggð ýtti Þrótti niður í þriðja sæti
Sjáðu leikina sem Þróttur og KA eiga eftir
Hákon Þór Sófusson skoraði markið.
Hákon Þór Sófusson skoraði markið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fjarðabyggð 1 - 0 Þróttur
1-0 Hákon Þór Sófusson ('53)
Lestu nánar um leikinn

Þróttur er fallið niður í þriðja sæti 1. deildarinnar eftir tap gegn Fjarðabyggð í dag. Með hreinum ólíkindum en ekki er langt síðan flestir fótboltaáhugamenn voru búnir að bóka liðið upp.

Þróttarar hafa heldur betur gefið eftir á meðan KA, sem vann HK í dag, hefur farið á flug. Þróttur og KA eru með jafnmörg stig en KA með betri markatölu og því í öðru sæti.

Þróttur á að eiga auðveldara prógramm eftir eins og sjá má hér að neðan.

Eina mark leiksins fyrir austan í dag kom á 53. mínútu. Hákon Þór fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og setti hann snyrtilega framhjá markverði Þróttar í fjærhornið. Fjarðabyggð er í sjöunda sæti með 30 stig.

Leikirnir sem Þróttur á eftir:
Haukar heima
Grótta úti
Selfoss heima

Leikirnir sem KA á eftir:
Víkingur Ó. úti
Grindavík heima
Þór úti
Athugasemdir
banner
banner
banner