Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. ágúst 2015 16:53
Alexander Freyr Tamimi
1. deild: KA upp fyrir Þrótt
Eins og staðan er
Elfar Árni skoraði tvö mörk.
Elfar Árni skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 3 - 0 HK
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('41)
2-0 Josip Serdarusic ('60)
3-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('89)
Nánar um leikinn

KA er komið upp fyrir Þrótt og í 2. sæti 1. deildarinnar eftir 3-0 heimasigur gegn HK. Þetta miðast við að staðan sé óbreytt í leik Þróttar gegn Fjarðabyggð.

Akureyrarliðið heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni og gæti farið upp í Pepsi-deildina eftir allt saman.

Elfar Árni Aðalsteinsson kom liðinu yfir gegn HK rétt fyrir leikhlé og Josip Serdarusic tvöfaldaði forystu Akureyringanna eftir stundarfjórðung af seinni hálfleik.

Elfar Árni kláraði svo leikinn og skaut KA upp fyrir Þrótt á markatölu með marki á 89. mínútu. Þróttur mætir nú Fjarðabyggð og er staðan þar 1-0 fyrir þeim síðarnefndu.
Athugasemdir
banner
banner
banner