Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 29. ágúst 2015 16:16
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Bayern og Bayer: Stórleikur í beinni
Douglas Costa hefur verið mikilvægur frá komu sinni til Bayern.
Douglas Costa hefur verið mikilvægur frá komu sinni til Bayern.
Mynd: Getty Images
Stórleikur helgarinnar í þýska boltanum hefst innan skamms á SkjáSport.

Þýskalandsmeistarar Bayern München taka á móti Bayer Leverkusen í þriðju umferð en bæði lið unnu fyrstu tvo deildarleiki tímabilsins.

Robert Lewandowski er fremsti maður hjá Bayern og er með gífurlega öfluga leikmenn fyrir aftan sig, þá Arjen Robben, Thomas Müller og Douglas Costa.

Thiago Alcantara og Arturo Vidal mynda öfundsvert miðjumannapar sem Christoph Kramer og Lars Bender munu þurfa að stöðva.

Stefan Kiessling er fremsti maður hjá Leverkusen og er hann með hæfileikaríka leikmenn ættaða frá múslimalöndum bakvið sig, þá Karim Bellarabi, Hakan Calhanoglu og Admir Mehmedi.

Bayern München: Neuer; Lahm, Alonso, Alaba, Bernat; Thiago, Vidal; Robben, Müller, Douglas Costa; Lewandowski

Bayer Leverkusen: Leno; Hilbert, Tah, Papadopoulos, Wendell; Kramer, Bender, Bellarabi, Çalhanoglu, Mehmedi; Kießling
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner