lau 29. ágúst 2015 22:43
Elvar Geir Magnússon
Fékk sér tattú í tilefni af sigrinum á Liverpool
Mynd: 101greatgoals
West Ham hefur byrjað tímabilið á ótrúlega sveiflukenndan hátt.

Í fyrsta leik var 2-0 sigur gegn Arsenal en svo komu tapleikir heima gegn Leicester og Bournemouth áður en liðið vann 3-0 sögulegan sigur í dag.

Fyrir þennan leik hafði West Ham ekki unnið Liverpool á Anfield í 52 ár.

Maður með notendanafnið @HighJon á Twitter lofaði því fyrir leikinn að ef West Ham myndi ná sigri þá myndi hann fá sér húðflúr í tilefni hans.

Tveimur tímum eftir lokaflautið stóð okkar maður við orð sín eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner