Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. ágúst 2015 10:35
Elvar Geir Magnússon
Lokatilraun Man Utd til að fá Bale
Powerade
Ezequiel Garay er meðal þeirra sem eru orðaðir við Chelsea.
Ezequiel Garay er meðal þeirra sem eru orðaðir við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Á leið í læknisskoðun hjá City.
Á leið í læknisskoðun hjá City.
Mynd: Getty Images
Til Sunderland?
Til Sunderland?
Mynd: Getty Images
Bale, Pogba, Coleman, Lescott, Abdennour og fleiri í sjóðheitum slúðurpakka sem BBC tók saman. Chelsea leitar logandi ljósi að varnarmanni og eru ýmsir nefndir.

FIFA mun skoða framkomu Jose Mourinho við Evu Carneiro, lækni hjá Chelsea. Mourinho lækkaði hana í tign eftir að hún veitti Eden Hazard aðhlynningu í jafntefli gegn Swansea. Hazard þurfti að fara af velli tímabundið og voru þá leikmenn Chelsea níu þar sem Thibaut Courtois hafði fengið rautt. (BBC)

Manchester United mun bjóða Real Madrid 65 milljónir punda auk markvarðarins David de Gea (24) í skiptum fyrir Gareth Bale (26) í lokatilraun til að fá velska sóknarleikmanninn á Old Trafford. (Daily Star)

Chelsea verður að slá breskt met og borga 72 milljónir punda til að kaupa franska miðjumanninn Paul Pogba (22) frá Juventus. Þá yrði launapakki hans risastór. (Daily Express)

Pogba vill 300 þúsund pund í vikulaun á Stamford Bridge en það myndi gera hann launahæsta leikmann félagsins. Eden Hazard er með 200 þúsund pund á viku. (Sun)

Chelsea mun líklega gefast upp á að reyna að fá enska miðvörðinn John Stones (21) frá Everton og þess í stað reyna við Aymen Abdennour (26), varnarmann frá Túnis sem spilar með Mónakó. (Daily Mail)

Argentínski varnarmaðurinn Ezequiel Garay (28) hjá Zenit í Pétursborg ku einnig vera á óskalista Chelsea. (Guardian)

Chelsea er bjartsýnt á að tryggja sér kínverska landsliðsmanninn Zhang Linpeng (26) sem spilar fyrir Guangzhou Evergrande. Hann verður þó lánaður annað út tímabilið. (Daily Telegraph)

Everton hefur tilkynnt Paris St-Germain að ekki einu sinni 50 milljón punda boð dugi til að fá þá til að selja hægri bakvörðinn Seamuse Coleman (26). (Daily Star)

Manchester City mun ganga frá 55 milljóna punda kaupum á Kevin de Bruyne um helgina. De Bruyne var ekki með í 3-0 sigri Wolfsburg gegn Schalke í gær og er á leið í læknisskoðun á Stamford Bridge. (Daily Telegraph)

Aston Villa mun kaupa varnarmanninn Jolen Lescott (33) frá West Brom fyrir 2 milljónir punda í næstu viku. West Brom vinnur að því að ljúka við 8 milljóna punda kaupum á Jonny Evans (27), miðverði Manchester United. (Birmingham Mail)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, neitar að bekkja Calum Chambers (20) þrátt fyrir ótrausta frammistöðu hans gegn Liverpool á mánudag. (Sun)

Bojan (25), sóknarmaður Stoke, segist hafa haft möguleika á að fara í önnur lið í deildinni en Stoke hafi allt sem hann hafi leitað eftir. (Times)

Dick Advocaat, stjóri Sunderland, ætlar að ljúka við eins árs samning sinn hjá félaginu eftir að hafa rætt við eigandann Ellis Short og leikmenn. (Guardian)

Sunderland hefur hætt tilraunum til að fá Jonathan de Guzman (27), miðjumann Napoli. (Sunderland Echo)

Tilraunir Sunderland til að fá sóknarmanninn Moussa Sow (29) frá Fenerbahce munu mistakast því hann er á leið Al Ahli í Furstadæmunum. (TalkSport)

Advocaat hefur áhuga á að fá Kevin Nolan (33) til Sunderland en hann er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að West Ham losaði hann. (Daily Mirror)

Newcastle hefur enn áhuga á Benik Afobe (22), sóknarmanni Wolves, eftir að þeir hættu tilraunum til að fá Charlie Austin (26), sóknarmann QPR. (Daily Mail)

Juan Cuadrado, vængmaður Chelsea, segist ekki hafa skýringu á hvað misheppnaðist á Stamford Bridge en hann er kominn til Juventus á eins árs lánssamningi. (London Evening Standard)

Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, kemur aftur inn í enska landsliðshópinn fyrir leiki gegn San Marínó og Sviss í undankeppni EM. (Daily Mirror)

Stoke hefur hafnað 2 milljóna punda tilboði frá Norwich í framherjann Jonathan Walters (31) en Mark Hughes vill fá Walters til að gera nýjan samning. (Sky Sports)

Celtic í Glasgow mun reyna að kaupa Tyler Blackett frá Manchester United næsta sumar ef varnarmaðurinn stendur sig vel á lánssamningi hjá skoska stórliðinu. (Daily Record)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner