Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 29. ágúst 2015 06:00
Arnar Geir Halldórsson
Lucas Silva lánaður til Marseille (Staðfest)
Staldraði stutt við í Madrid
Staldraði stutt við í Madrid
Mynd: Getty Images
Franska úrvalsdeildarliðið Marseille hefur fengið brasilíska miðjumanninn Lucas Silva lánaðan frá Real Madrid til eins árs.

Lucas Silva var keyptur til Real Madrid í janúar á þessu ári fyrir 10 milljónir punda og gerði fimm ára samning við spænska stórveldið.

Hann kom við sögu í átta leikjum hjá Real Madrid á síðustu leiktíð en er ekki inn í myndinni hjá Rafa Benitez þar sem þeir Toni Kroos og Luka Modric stjórna umferðinni á miðjunni.

Þá var Mateo Kovacic keyptur frá Inter á dögunum og Casemiro, sem var á láni hjá Porto á síðustu leiktíð, er einnig á undan Lucas Silva í goggunarröðinni.

Lucas Silva er þriðji leikmaðurinn til að yfirgefa Real Madrid í þessari viku en áður hafði Fabio Coentrao gengið í raðir Monaco og Asier Illaramendi fór til Real Sociedad.

Marseille fer illa af stað í Ligue 1 en liðið er með þrjú stig eftir fjóra leiki. Nýráðinn þjálfari félagsins, Michel, hefur góða tengingu við Real Madrid en hann vann til ýmissa verðlauna með félaginu á leikmannaferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner