Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 29. ágúst 2015 15:29
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Stuttgart fékk skell á heimavelli
Tyton fékk rautt spald gegn Frankfurt.
Tyton fékk rautt spald gegn Frankfurt.
Mynd: Getty Images
Stuttgart fékk skell á heimavelli gegn Eintracht Frankfurt og Mainz lenti ekki í erfiðleikum með Hannover í þýska boltanum í dag.

Köln lagði Hamburger á meðan nýliðar Ingolstadt og Darmstadt halda áfram að safna stigum.

Darmstadt gerði þriðja jafnteflið í þremur leikjum og Ingolstadt vann sinn annan leik á tímabilinu gegn Augburg.

Stuttgart er á botni deildarinnar þrátt fyrir að vera búið að skora fjögur mörk, enda búið að fá tíu mörk á sig.

Stuttgart 1 - 4 Eintracht Frankfurt
0-1 A. Hlousek ('11, sjálfsmark)
1-1 D. Didavi ('30)
1-2 L. Castaignos ('42)
1-3 H. Seferovic ('69, víti)
1-4 L. Castaignos ('87)
Rautt spjald: P. Tyton, Stuttgart ('67)

Mainz 3 - 0 Hannover
1-0 Y. Muto ('15)
2-0 Y. Muto ('29)
3-0 Y. Malli ('47)

Köln 2 - 1 Hamburger SV
0-1 L. Holtby ('47)
1-1 P. Hosiner ('76)
2-1 A. Modeste ('80, víti)

Augsburg 0 - 1 Ingolstadt
0-1 M. Leckie ('63)

Darmstadt 0 - 0 Hoffenheim
Athugasemdir
banner
banner
banner