Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. ágúst 2016 21:30
Arnar Geir Halldórsson
Adrien Silva: Ég er að fara til Leicester
Slimani að fara sömu leið
Að yfirgefa uppeldisfélagið fyrir Englandsmeistarana
Að yfirgefa uppeldisfélagið fyrir Englandsmeistarana
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðjumaðurinn Adrien Silva staðfestir að hann sé á leið til Englandsmeistara Leicester en væntanlega verður gengið frá félagaskiptunum á allra næstu klukkutímum.

Þessi 27 ára gamli miðjumaður var hluti af leikmannahópi portúgalska landsliðsins þegar liðið vann EM í Frakklandi fyrr í sumar.

Enskir fjölmiðlar segja Leicester vera að kaupa Silva á 21 milljón punda en hann hefur leikið með Sporting Lisabon í heimalandinu allan sinn feril, ef frá eru talin tvö ár í burtu á láni.

„Já ég get staðfest þessar fréttir. Leicester er mjög áhugavert lið og hentar vel mínum markmiðum. Eftir að hafa verið í 15 ár hjá Sporting er þetta tækifæri sem ég get ekki hafnað."

„Ég elska Sporting líkt og fjölskyldu mína og ég hef helgað lífi mínu þessu félagi síðan ég var 12 ára gamall. Eftir öll þessi ár held ég að enginn geti gagnrýnt mig fyrir að stökkva á þetta tækifæri,"
segir Silva.

Liðsfélagi Silva hjá Sporting Lisabon, Islam Slimani gæti einnig verið á leið til Leicester áður en félagaskiptaglugginn lokar á miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner