mán 29. ágúst 2016 18:45
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Þarf að spila mig inn í U21 á stundinni
Leikmaður 18. umferðar - Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Sindri Björnsson.
Sindri Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri í leik með Val fyrr á tímabilinu.
Sindri í leik með Val fyrr á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Liðið spilaði mjög góðan bolta og fannst mér sigurinn verðskuldaður og rúmlega það. Undur og stórmerki að staðan hafi verið 0-0 í hálfleik en það hefur verið svolítið saga Leiknis í sumar, skiptir litlu máli hversu vel við spilum, mörkin láta oft á sér standa," sagði Sindri Björnsson við Fótbolta.net í dag.

Sindri er leikmaður 18. umferðar í Inkasso-deildinni. Hann skoraði sigurmark Leiknis R. þegar liðið lagði Fram 2-1 á fimmtudag. Sindri spilaði í nýrri stöðu í leiknum sem vinstri bakvörður.

„Það var skemmtilegt að spila þarna í vinstri bakverðinum. Ég hef oft spilað í hægri bakverði áður og var smá skeptískur á að vera úti vinstra megin en það gekk svo bara glimrandi. Halldór Kristinn í hafsentinum vinstra megin á mikinn heiður skilið fyrir að leyfa mér að spila þennan leik eins og ég vildi spila hann. Ég tók meiri þátt í sóknarleiknum heldur en margur hafsentinn hefði gúdderað."

Sindri fór frá Leikni í Val á láni í febrúar. Hann snéri hins vegar aftur í Leikni í síðata mánuði.

„Ég hef ekkert nema gott að segja um tíma minn hjá Val. Ég fer í Leikni í júlí frá gjörsamlega frábæru Valsliði einfaldlega vegna þess að ég ætlaði mér að vera í U21 hópnum og taldi mig þurfa að spila 90 mínútur í hverjum leik en ekki öðrum hverjum leik. Svo þú getur rétt ímyndað þér vonbrigðin þegar U21 hópurinn var tilkynntur," sagði Sindri sem er ekki í U21 árs hópnum fyrir komandi leiki eftir að hafa verið fastamaður þar í síðustu leikjum.

,Vonbrigðin voru mikil enda hef ég spilað stóra rullu í þessu liði so far. En þetta eru allt toppleikmenn í þessum hópi og ber ég virðingu fyrir vali þjálfaranna. Sem betur fer fyrir mig er nóg eftir af þessari keppni og verð ég klár þegar kallið kemur."

Leiknir siglir lygnan sjó í 5. sætinu í Inkasso-deildinni og hefur að litlu að keppa í síðustu fjórum leikjum tímabilsins.

„Vissulega hefur liðið ekki að miklu að keppa þessa stundina, en sem persónur höfum við allir okkar markmið. Sama hvort það sé að enda með hökuna uppi og klára mótið eins og menn eða sanna sig fyrir einhverjum öðrum. Ég persónulega þarf að spila mig aftur inn í þetta U21 lið og það á stundinni," sagði Sindri að lokum.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Bestur í 17. umferð - Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
Bestur í 16. umferð - Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
Bestur í 15. umferð - Aleksandar Trninic (KA)
Bestur í 14. umferð - Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Bestur í 13. umferð - Gunnlaugur F. Guðmundsson (Haukar)
Bestur í 12. umferð - Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Bestur í 11. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 10. umferð - Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Bestur í 9. umferð - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner