Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. ágúst 2016 11:15
Elvar Geir Magnússon
Lið 17. umferðar: Sex í röð hjá Kristni
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það telst varla til tíðinda að Kristinn Freyr Sigurðsson í Val er í úrvalsliði 17. umferðar Pepsi-deildarinnar. Kristinn er í úrvalsliðinu sjöttu umferðina í röð en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Vals gegn KR.

Þjálfari umferðarinnar að þessu sinni er Arnar Grétarsson sem stýrði sínum mönnum til sigurs gegn Stjörnunni.



Maður leiksins í Kópavoginum var miðvörðurinn Damir Muminovic en með honum í vörn úrvalsliðsins eru Sonni Ragnar Nattestad, sem var í hjarta varnar Fylkis í jafntefli gegn Fjölni, og Alexis Egea sem lék í 0-2 tapi gegn FH.

Davíð Þór Viðarsson hefur verið akkeri á miðju FH í allt sumar og hann var maður leiksins í Ólafsvík. Guðmundur Böðvar Guðjónsson átti frábæran leik í 2-0 sigri ÍA gegn Víkingi Reykjavík en hann og markahrókurinn Garðar Gunnlaugsson eru fulltrúar Skagaliðsins í úrvalsliðinu.

Martin Lund Pedersen var valinn maður leiksins í jafnteflinu í Grafarvogi og Dion Acoff átti flottan leik fyrir Þrótt sem náði stigi í Vestmannaeyjum. Uxinn, Elvar Ingi Vignisson, skoraði mark ÍBV í leiknum og er í úrvalsliðinu. Í markinu stendur Anton Ari Einarsson markvörður Vals.

Sjá einnig:
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner