Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 29. ágúst 2016 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mustafi: Özil sannfærði mig um að fara til Arsenal
Mustafi skoraði í sigri gegn Úkraínu á EM í sumar.
Mustafi skoraði í sigri gegn Úkraínu á EM í sumar.
Mynd: Getty Images
Þýski miðvörðurinn Shkodran Mustafi er að ganga til liðs við Arsenal eftir að hann stenst læknisskoðun, sem hann fer líklega í í dag. Lucas Perez, sóknarmaður Deportivo, er einnig á leið til félagsins.

Mustafi, sem á 12 A-landsleiki að baki, segir að Mesut Özil hafi sannfært sig um að ganga til liðs við Arsenal. Talið er að Mustafi, sem kemur frá Valencia, kosti rúmlega 30 milljónir punda.

„Ég hef ekki séð Per Mertesacker í langan tíma því hann lagði landsliðskóna á hilluna, en ég spjallaði við Mesut Özil áður en ég tók ákvörðunina," sagði Mustafi.

„Hann sagði mér frá Arsenal, ég var strax sannfærður og ákvað að ganga til liðs við félagið. Mér hefur alltaf líkað vel við Arsenal, mér líkar leikstíllinn þeirra, þeir spila alls ekki eins og önnur ensk lið.

„Leikstíll Arsenal er meira eins og hjá liðum á Spáni eða þýska landsliðinu, þar sem er reynt að halda boltanum á jörðinni og spila upp völlinn, það hentar mér mjög vel."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner