Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. ágúst 2016 14:17
Elvar Geir Magnússon
Óvíst hvort Baldur Sig nái síðustu leikjum tímabilsins
Baldur er fyrirliði Stjörnunnar.
Baldur er fyrirliði Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson hefur verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla síðustu þrjá leiki Stjörnunnar. Hans hefur verið sárt saknað hjá Garðabæjarliðinu.

„Ég fékk greiningu á þessum meiðslum á föstudaginn. Það sem leit út fyrir að vera vöðvatognun aftan í læri var í raun bólgur í kringum vöðvafestingar. Það sem er að valda þessum bólgum er beinmyndun á lærleggnum sem hægt er að líkja við hól á sléttu landslagi," sagði Baldur við Fótbolta.net.

„Þetta er eitthvað sem ég hef sennilega fæðst með og hefur ekki háð mér fyrr núna. Mögulega fékk ég eitthvað högg á þetta og þannig bólgur myndast sem létu mér líða eins og ég væri tognaður aftan í læri. Nú er ég bara að hvíla og svo kemur í ljós hvort ég nái síðustu leikjunum. Eftir tímabilið verður þetta bein svo slípað í burtu til að koma í veg fyrir möguleg vandræði útaf þessu síðar meir."

„Það er náttúrulega hundleiðinlegt að þetta þurfi að koma upp akkúrat núna rétt fyrir þessa mikilvægu toppbaráttu þar sem ég hef verið einkennalaus í gegnum tíðina. Jákvæða í þessu að vera kominn með greiningu á vandanum og hægt að klára þetta mál strax eftir tímabilið með lítilli aðgerð."

Stjarnan hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum; gegn KR, FH og Breiðabliki, en Baldur hefur verið fjarverandi í þeim öllum. Liðið er nú í sjötta sæti þegar fimm umferðir eru eftir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner