Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   sun 29. september 2013 20:43
Alexander Freyr Tamimi
Emil Atlason til Þýskalands á reynslu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason, sóknarmaður Íslandsmeistara KR, er á leið til St. Pauli í Þýskalandi á reynslu. Þetta kemur fram á 433.is.

Emil mun halda til Þýskalands um miðjan október, en liðið leikur í fyrstu deild þar í landi. Mun Emil dvelja hjá félaginu í viku eftir leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM U21 landsliða.

Emil er 20 ára gamall og spilaði 21 leik með KR í Pepsi-deildinni í sumar. Hann skoraði þrjú mörk í deildinni.

Hann hefur verið magnaður í undankeppni Evrópumótsins með íslenska U21 landsliðinu, en Emil hefur skorað sjö mörk í fjórum leikjum – þar á meðal þrennu gegn Hvíta-Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner