mán 29. september 2014 14:09
Hafliði Breiðfjörð
FH - Stjarnan klukkan 16:00 (Staðfest)
Það er búist við fjölmenni í Kaplakrika á laugardaginn.
Það er búist við fjölmenni í Kaplakrika á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur staðfest á vef sínum að viðureign FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram klukkan 16:00 næstkomandi laugardag. Allir aðrir leikir umferðarinnar fara fram klukkan 13:30.

Ljóst er að viðureign FH og Stjörnunnar verður hreinn úrsltaleikur um Íslandsmeistaratitlinn. FH sem er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar nægir jafntefli úr leiknum til að taka titilinn en Stjarnan verður að vinna leikinn.

Búist er við miklum fjölda áhorfenda á leikinn og ljóst að áhorfendamet í Kaplakrika sem er rúmlega 4000 manns mun falla.

Samkvæmt reglum deildarinnar skulu allir leikir síðustu tveggja umferða fara fram á sama tíma en hægt er að veita undanþágu eins og í þessu tilfelli þegar leikurinn hefur engin áhrif á aðra leiki upp á stöðu í deild. Ljóst er að FH og Stjarnan enda í tveimur efstu sætum deildarinnar.

Leikir umferðarinnar:
13:30 Fram - Fylkir
13:30 Breiðablik - Valur
13:30 Fjölnir - ÍBV
13:30 Keflavík - Víkingur
13:30 KR - Þór
16:00 FH - Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner