Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. september 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
Hleypur nakinn niður Laugaveginn eftir dapurt gengi Blika
Þröstur Ingason.
Þröstur Ingason.
Mynd: Úr einkasafni
Þröstur Ingason, stuðningsmaður Breiðabliks, mun á næstunni hlaupa nakinn niður Laugaveginn vegna loforðs sem hann gaf í vor.

Þröstur sagðist þá ætla að hlaupa nakinn niður Laugaveginn ef að Breiðablik myndi enda neðar en Valur í Pepsi-deildinni í sumar. Hann ákvað að gefa þetta loforð eftir að Pepsi-mörkin spáðu Val þriðja sæti í deildinni en Breiðabliki því fjórða.

Fimm stig skilja liðin að fyrir lokaumferðina og því er ljóst að Blikar munu enda neðar.

,,Ég fer í þetta að nóttu til einhverntímann en ég ætla ekki að gefa upp hvenær," sagði Þröstur við Fótbolta.net í dag.

,,Ég tek einn félaga minn með sem vitni. Ég byrja á Snorrabraut og hleyp eitthvað niður."

,,Þetta hefur verið hrikalegt sumar hjá Blikunum. Ég hef séð nokkra leiki með þeim og finnst þeir hafa spilað ágætlega en ég veit ekki hvað vantar upp á," sagði Þröstur.
Athugasemdir
banner
banner
banner