Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. september 2014 13:00
Elvar Geir Magnússon
Lokaumferðin á laugardag - Hvað getur gerst?
5 dagar í úrslitaleik FH og Stjörnunnar
Það verður risaleikur á laugardag!
Það verður risaleikur á laugardag!
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fram og Fylkir mætast.
Fram og Fylkir mætast.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það er mikil spenna fyrir lokaumferð Pepsi-deildar karla um komandi helgi. Stærsti leikurinn er auðvitað sjálfur úrslitaleikur FH og Stjörnunnar í Kaplakrikanum þar sem ræðst hvort liðið verður Íslandsmeistari.

Hér að neðan má sjá leikina í lokaumferðinni á laugardag og hvaða þýðingu þeir hafa.

FH - Stjarnan
Hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. Hafnfirðingar hafa tveggja stiga forskot og dugir jafntefli í leiknum til þess að verða meistari. Ef Stjarnan vinnur þá verður liðið Íslandsmeistari í karlaflokki í fyrsta sinn í sögunni. Búast má við fjölmörgum áhorfendum í Kaplakrikann.

Keflavík - Víkingur
Þrjú lið eiga möguleika á fjórða sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni. Víkingar eru sem stendur í sætinu með tveggja stiga forystu á Val og Fylki sem einnig eiga möguleika á sætinu. Keflavík keppir upp á stoltið eftir að hafa kvatt falldrauginn í gær.

Breiðablik - Valur
Valsmenn eiga möguleika á fjórða sætinu, Evrópusæti. Liðið er tveimur stigum fyrir aftan Víking rétt eins og Fylkir. Valsmenn hafa betri markatölu en Fylkismenn og þurfa að vinna Breiðablik og treysta á að Víkingur nái ekki að vinna Keflavík og Fylkir vinni sinn leik ekki mjög stórt. Breiðablik leikur upp á stoltið.

Fram - Fylkir
Fylkismenn eiga enn möguleika á að ræna fjórða sætinu og komast í Evrópu. Ef þeir vinna Fram, Víkingur tapar og Valur vinnur ekki sinn leik þá fær Fylkir Evrópusætið. Það verður hlutskipti Fram eða Fjölnis að falla en Fjölnismenn hafa þar tveggja stiga forskot fyrir lokaumferðina. Þeir hafa jafnframt mun betri markatölu en Fram og nægir því jafntefli við ÍBV. Fram verður að vinna Fylki og treysta á að Fjölnir tapi.

Fjölnir - ÍBV
Það verður hlutskipti Fram eða Fjölnis að falla en Fjölnismenn hafa þar tveggja stiga forskot fyrir lokaumferðina. Þeir hafa jafnframt mun betri markatölu en Fram og nægir því jafntefli við ÍBV. Eyjamenn hafa kvatt falldrauginn og leika upp á stoltið.

KR - Þór
Bæði lið leika upp á stoltið. KR-ingar eru fastir í þriðja sætinu og Þórsarar í því neðsta. Síðasti leikur Þórs í efstu deild í bili.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner