banner
   mán 29. september 2014 22:18
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Eyjafréttir 
Matt Garner er með pinna frá hné niður á ökkla
Matt Garner hér í baráttunni við Ólaf Karl Finsen.
Matt Garner hér í baráttunni við Ólaf Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matt Garner fótbrotnaði illa er ÍBV tapaði fyrir Keflavík í Vestmannaeyjum í gær.

Báðar pípurnar fóru í sundur rétt fyrir ofan ökkla á vinstri löpp og þurfti varnarmaðurinn að fara til Reykjavíkur með sjúkraflugi.

Í Reykjavík fór Garner í aðgerð seint um kvöldið og heppnaðist hún vel. Hann var á spítalanum í dag og fær að fara heim á morgun samkvæmt Bjartey Hermannsdóttur, eiginkonu hans.

„Hann kom bara ágætlega úr aðgerðinni. Hann er með pinna frá hné niður á ökkla, og má alls ekki tylla löppinni niður í sex vikur og svo verður skoðað hann eftir þann tíma og tékkað á stöðunni. Hann er útskrifaður og við stefnum á að fljúga heim á morgun," sagði Bjartey í samtali við Eyjafréttir í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner