mán 29. september 2014 13:30
Þórður Vilberg Guðmundsson
Oscar Garcia hættur sem stjóri Watford
Billy McKinlay tekur við
Mynd: Getty Images
Oscar Garcia hefur látið af störfum sem stjóri Watford í ensku Championship deildinni.

Oscar Garcia hefur látið af störfum sem stjóri Watford í ensku Championship deildinni. Garcia var ráðin stjóri liðsins 2. september s.l og hafði aðeins stýrt liðinu í einum leik.

Garcia var lagður inná spítala í síðustu viku vegna brjóstverkja. Nú hefur komið í ljós að veikindin eru ekki alvarleg en honum hefur þó verið ráðlagt að taka sér hvíld frá knattspyrnu.

Í yfirlýsingu sem Watford hefur sent frá sér er sagt að ákvörðunin sé tekin með hagsmuni félagsins og heilsu Garcia að leiðarljósi.

Billy McKinlay hefur verið ráðinn sem stjóri Watford í stað Garcia. Þetta er fyrsta starf McKinlay sem knattspyrnustjóra en hann hefur undanfarið verið aðstoðarþjálfari Norður - Írlands og verið í þjálfaraliði Fulham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner