Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. september 2014 22:32
Ívan Guðjón Baldursson
Tony Pulis og David Moyes líklegir arftakar Pardew
Tony Pulis gæti tekið við Newcastle United, ef (þegar) Pardew verður rekinn.
Tony Pulis gæti tekið við Newcastle United, ef (þegar) Pardew verður rekinn.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew og lærisveinar hans í Newcastle hafa aðeins unnið einn leik af síðustu fjórtán og eru litlar líkur á því að hann haldi starfi sínu sem knattspyrnustjóri félagsins mikið lengur.

Veðmálasíða Sky telur Tony Pulis og David Moyes líklegasta til að taka við stjórastarfinu.

David Moyes stýrði Manchester United á síðasta tímabili og var rekinn undir lok tímabilsins á meðan Tony Pulis var valinn knattspyrnustjóri ársins fyrir glæsilegan árangur með nýliða Crystal Palace, sem hann tók við á miðju tímabili.

,,Það er snemmt að tala um fallhættu hjá Newcastle en brottför Alan Pardew virðist óumflýjanleg," sagði Sandro di Michele, einn af æðstu mönnum veðmálasíðu Sky.

,,Það er verið að veðja á að Pulis taki við en David Moyes er þó líklegastur til að taka við."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner