Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 29. september 2016 23:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Aðstoðarþjálfari Southampton næsti maður í basli
Eric Black (Til hægri)
Eric Black (Til hægri)
Mynd: Getty Images
Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Daily Telegraph hefur síðustu daga verið að komast að svörtum leyndarmálum enska fótboltans.

Sam Allardyce sagði upp sem þjálfari enska landsliðsins eftir frétt sem blaðið gerði en síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn og þar á meðal Jimmy Floyd Hasselbaink, þjálfari QPR.

Nú hefur Southampton staðfest að Eric Black, aðstoðarþjálfari liðsins verður í sviðsljósinu er blaðið kemur út á morgun.

Telegraph tók upp myndband af Black tala um, hvernig hægt væri að múta þjálförum neðrideildarliða til að eiga auðveldara með að kaupa af þeim leikmenn.

Verði sekt hans sönnuð má búast við brottrekstri frá Southampton en hann er ekki sá síðasti sem blaðið mun fjalla um.
Athugasemdir
banner
banner