fim 29. september 2016 16:04
Elvar Geir Magnússon
Einkaþota Cristiano Ronaldo brotlenti
Gulfstream G200 flugvél.
Gulfstream G200 flugvél.
Mynd: Getty Images
Einkaþota Cristiano Ronaldo brotlenti á El Prat flugvellinum í Barcelona. Ronaldo leigir þotuna til fyrirtækja og hún var í leigu þegar slysið varð.

Talsmaður fótboltastjörnunnar segir að Ronaldo hafi ekki verið í vélinni og ekki heldur fjölskylda hans eða vinir.

Flugmaður vélarinnar meiddist lítillega en lendingarbúnaður hennar bilaði í lendingu. Ljóst er að viðgerðarkostnaðurinn verður rosalegur.

Ronaldo keypti flugvélina, sem er af gerðinni Gulfstream G200, fyrir 15 milljónir punda í fyrra.

Þegar slysið átti sér stað var Ronaldo með liðsfélögum sínum í Real Madrid í Þýskalandi að búa sig undir Meistaradeildarleikinn gegn Borussia Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner