Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 29. september 2016 19:16
Aron Elvar Finnsson
Lárus Orri: Tilfinningin er góð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Tilfinningin er fín. Ég hlakka til að takast á við þetta en ég veit að þetta verður erfitt. Ég veit hvernig svona starf er og þetta er krefjandi. En tilfinningin er góð,” sagði Lárus Orri Sigurðsson nýráðinn þjálfari karlaliðs Þórs. Lárus skrifaði undir þriggja ára samning nú í kvöld en Kristján Örn, bróðir hans, verður spilandi aðstoðarþjálfari.

Lárus Orri hefur þjálfað Þór áður en hann hætti síðast með liðið árið 2010. Hann segir ákvörðunina um að snúa aftur ekki hafa verið erfiða.
„Nei það var það í rauninni ekki. Þegar maður skoðaði allt saman gaumgæfilega var ákvörðunin ekki erfið. Það eru kostir og gallar við það að koma aftur í félag og maður verður bara að nýta sér þá kosti og vara sig á göllunum. En sérstaklega eftir að Krissi(Kristján Örn) var klár í þetta með mér, þá var þetta aldrei spurning.”

Eins og áður kom fram verður Kristján Örn Sigurðsson spilandi aðstoðarþjálfari, en hann var búinn að leggja skóna á hilluna. Hann ákvað þó að slá til þegar tilboðið barst.
„Það eru mjög góðar fréttir fyrir mig, og fyrir Þór. Síðan að Krissi hætti að spila þá er hann búinn að halda sér mjög fit þannig ég bara hlakka til að vinna með honum sem þjálfara og sem leikmanni,” bætti Lárus Orri við.

Þórsarar hafa lagt mikið upp úr því að byggja upp lið á heimastrákum og segir Lárus að engin breyting verði á því.
„Við ætlum bara að halda áfram með það sem er búið að vera að gera undanfarin ár. Við komum til með að líta í yngri flokkana og ungu strákana sem eru hérna. Þeim verður gefinn allur sá möguleiki sem fyrir hendi er og það er bara undir þeim komið að standa sig og taka þann möguleika.”

Nánar er rætt við Lárus Orra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner