Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 29. september 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Luktar dyr í Varsjá - Real Madrid fyrir framan tóma stúku
Stuðningsmenn Legia Varsjá.
Stuðningsmenn Legia Varsjá.
Mynd: Getty Images
Legia Varsjá hefur verið skipað að spila heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu gegn Real Madrid þann 2. nóvember bak við luktar dyr.

Það verður því áhorfendalaus völlur þegar sjálfir Evrópumeistararnir heimsækja Pólland, eitthvað sem eru mikil vonbrigði fyrir marga fótboltaáhugamenn í landinu.

UEFA hefur einnig sektað Legia Varsjá um 80 þúsund evrur.

Þetta er vegna hegðunar áhorfenda í Meistaradeildarleiknum gegn Borussia Dortmund þann 14. september. Áhorfendur á leiknum létu ófriðlega, kveiktu á blysum og voru með kynþáttafordóma.

Legia Varsjá er á botni F-riðils Meistaradeildarinnar án stiga eftir tvær umferðir, Sporting Lissabon hefur 3 stig en Real Madrid og Dortmund 4 stig hvort.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner