Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 29. september 2016 15:20
Magnús Már Einarsson
Ralf Rangnick næsti landsliðsþjálfari Englendinga?
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images
Sky Sports segir að enska knattspyrnusambandið vilji ræða við Ralf Rangnick um að taka við sem landsliðsþjálfari.

Sam Allardyce lét af störfum í vikunni og Gareth Southgate tók tímabundið við Englendingum í kjölfarið.

Rangnick er 58 ára gamall en hann gæti nú fengið tækifæri til að taka við enska landsliðinu.

Í sumar kom Rangnick til greina hjá Englendingum eftir að Roy Hodgson hætti í kjölfarið á tapi gegn Íslendingum á EM. Allardyce fékk hins vegar starfið þá.

Rangnick er í dag yfirmaður íþróttamála hjá RB Leipzig í Þýskalandi en hann hefur á ferli sínum meðal annars þjálfað Stuttgart, Hannover, Schalke og Hoffenheim.
Athugasemdir
banner
banner