Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 29. september 2016 07:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
„Sam Allardyce var heimskur"
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Fyrrum formaður enska knattspyrnusambandsins, Greg Dyke, segir að Sam Allardyce sé heimskur fyrir að hafa komið sér í þá stöðu að þurfa að segja af sér sem þjálfari enska landsliðsins og segir hann að Roy Hodgson, fyrrum þjálfari liðsins hefði ekki gert sömu mistök.

Allardyce hætti sem þjálfari Englands eftir að hann var gripinn glóðvolgur við að segja frá því, hvernig hægt væri að sniðganga reglur knattspyrnusambandsins á meðan hann þáði peninga fyrir ráðin.

„Hann fær þrjár milljónir punda á ári og hann er að reyna að vinna sér inn nokkur þúsund pund. Það er mjög heimskulegt og þú kemst í vesen með þessu."

„Ég kynntist Roy Hodgson vel og ég veit að hann hefði ekki gert sömu mistök. Sam Allardyce var einfaldlega heimskur," sagði Dyke.
Athugasemdir
banner
banner
banner