Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   fös 29. september 2017 20:35
Fótbolti.net
Lið ársins og bestu leikmenn í 2. deild kvenna 2017
Best í 2. deild 2017 - Stefanía Valdimarsdóttir
Best í 2. deild 2017 - Stefanía Valdimarsdóttir
Mynd: Raggi Óla
Efnilegust í 2. deild 2017 - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Efnilegust í 2. deild 2017 - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Besti þjálfari í 2. deild 2017 - Júlíus Ármann Júlíusson
Besti þjálfari í 2. deild 2017 - Júlíus Ármann Júlíusson
Mynd: Raggi Óla
Oddný Sigurbergsdóttir varð næstmarkahæst á eftir Stefaníu Valdimarsdóttur. Oddný skoraði 14 mörk fyrir Álftanes í sumar og er í úrvalsliðinu.
Oddný Sigurbergsdóttir varð næstmarkahæst á eftir Stefaníu Valdimarsdóttur. Oddný skoraði 14 mörk fyrir Álftanes í sumar og er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í kvöld var lið ársins í 2. deild kvenna opinberað í Petersen svítunni í gamla bíó. Fótbolti.net fylgdist með 2.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.



Úrvalslið ársins 2017:
Doris Bacic - Einherji

Inga Laufey Ágústsdóttir - Afturelding/Fram
Valdís Ósk Sigurðardóttir – Afturelding/Fram
Íris Ósk Valmundsdóttir - Fjölnir
Margriet Samsom – Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir

Kayla June Grimsley - Völsungur
Sigrún Gunndís Harðardóttir - Afturelding/Fram
Oddný Sigurbergsdóttir - Álftanes

Harpa Lind Guðnadóttir – Fjölnir
Stefanía Valdimarsdóttir - Afturelding/Fram
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Völsungur



Varamannabekkur:
Katrín Hanna Hauksdóttir – Álftanes
Allison Christine Cochran – Völsungur
Margrét Eva Einarsdóttir – Álftanes
Berglind Baldursdóttir – Augnablik
Fanney Einarsdóttir – Augnablik
Rósa Pálsdóttir – Fjölnir
Eydís Lilja Eysteinsdóttir - Grótta

Aðrar sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Cecilia Rán Rúnarsdóttir (Afturelding/Fram), Berglind Magnúsdóttir (Fjölnir), Íris Dögg Gunnarsdóttir (Grótta).
Varnarmenn: Lilja Vigdís Davíðsdóttir (Afturelding/Fram), Katrín Björg Pálsdóttir (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir), Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir (Augnablik), Ásta Sigrún Friðriksdóttir (Fjölnir), Aníta Björk Bóasdóttir (Fjölnir), Matthildur Þórðardóttir (Afturelding/Fram), Elvý Rut Búadóttir (Fjölnir), Oddný Karen Arnardóttir (Fjölnir), Bertha María Óladóttir (Augnablik), Dagbjört Ingvarsdóttir (Völsungur), Hugrún Ingólfsdóttir (Einherji), María Björg Fjölnisdóttir (Augnablik), Carina Spengler (Fjarðabyggð/ Höttur/Leiknir).
Miðjumenn: Elísabet Eir Hjálmarsdóttir (Fjarðabyggð/ Höttur/Leiknir), Stella Þóra Jóhannesdóttir (Fjölnir), Sigrún Auður Sigurðardóttir (Álftanes), Hulda Ösp Ágústsdóttir (Völsungur), Diljá Mjöll Aronsdóttir (Grótta), Barbara Kopacsi (Einherji), Eva Rut Ásþórsdóttir (Afturelding/Fram), Kristín Inga Vigfúsdóttir (Fjarðabyggð/ Höttur/Leiknir), Bjargey Erla Ásgeirsdóttir (Álftanes), Kristjana Sigurz (Augnablik), Sunna Rut Ragnarsdóttir (Fjölnir), Halla Helgadóttir (Fjarðabyggð/ Höttur/Leiknir).
Sóknarmenn: Rósa Pálsdóttir (Fjölnir).




Þjálfari ársins: Júlíus Ármann Júlíusson – Afturelding/Fram
Júlíus tók við liði Aftureldingar í júlí 2015. Lið Aftureldingar og Fram léku bæði í 1. deild síðastliðið sumar en sameinuðust fyrir ári og léku því undir nýjum formerkjum í 2. deild í ár. Júlíus þjálfaði liðið sem sigraði 2. deild með yfirburðum, uppskar 41 stig í 16 leikjum og tapaði aðeins einum leik. Frábær árangur hjá Júlíusi og lærimeyjum sem leika í 1.deild að ári.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Guðjón Kristinsson (Grótta), Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir).

Leikmaður ársins: Stefanía Valdimarsdóttir – Afturelding/Fram
Stefanía fór á kostum í 2. deildinni í sumar og raðaði inn mörkunum fyrir topplið Aftureldingar/Fram. Auk þess að vera valin besti leikmaður deildarinnar er Stefanía markahæsti leikmaður deildarinnar en hún skoraði 16 mörk í 14 leikjum.
Aðrar sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Kayla June Grimsley (Völsungur), Inga Laufey Ágústsdóttir (Afturelding/Fram), Sigrún Gunndís Harðardóttir (Afturelding/Fram), Oddný Sigurbergsdóttir (Álftanes), Íris Ósk Valmundsdóttir (Fjölnir).

Efnilegust: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Völsungur
Áslaug Munda er fædd árið 2001 og því enn gjaldgeng í 3.flokk. Hún fékk eldskírn í meistaraflokks fótbolta síðastliðið sumar en hefur verið í þungavigtarhlutverki hjá Völsungum í sumar. Virkilega flinkur og skemmtilegur leikmaður sem skoraði sex mörk í 16 leikjum í deildinni og hefur verið að spila vel fyrir U17 ára landslið Íslands á árinu.
Aðrar sem fengu atkvæði sem efnilegust: Hulda Ösp Ágústsdóttir (Völsungur), Cecílía Rán Rúnarsdóttir (Afturelding/Fram), Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir (Augnablik), Eva Rut Ásþórsdóttir (Afturelding/Fram), Fanney Einarsdóttir (Augnablik), Hildur Sif Hilmarsdóttir (Grótta).


Ýmsir molar:
- Stefanía Valdimarsdóttir fékk flest atkvæði í lið ársins.

- Átta leikmenn Aftueldingar/Fram fengu atkvæði í kjörinu en fjórar þeirra eru í liði ársins.

- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar nema Hvíta Riddaranum fengu atkvæði að þessu sinni.

- Völsungur, Augnablik og Afturelding/Fram eiga öll tvo leikmenn sem voru tilnefndar sem efnilegastar.

- Það eru 23 ár á milli elsta og yngsta leikmanns sem fengu tilnefningar í lið ársins. Markvörðurinn Cecílía Rán Rúnardóttir er yngst, fædd árið 2003 og því enn gjaldgeng í 4. Flokk. Elst er Sigrún Auður Sigurðardóttir hjá Álftanesi en hún er fædd árið 1980.

- Fimm varnarmenn úr Fjölni fengu tilnefningar í lið ársins.

- Þrír erlendir leikmenn eru í byrjunarliði og ein á bekknum í liði ársins.
Athugasemdir
banner
banner