Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. október 2014 17:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Gróttu 
Gunnar Guðmundsson tekur við Gróttu (Staðfest)
Frá undirskriftinni í dag.
Frá undirskriftinni í dag.
Mynd: Magnús Örn Helgason
Gunnar Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari Gróttu en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið nú rétt í þessu.

Gunnar hefur undanfarin tvö ár þjálfað Selfyssinga í 1. deildinni en hann hætti þar eftir tímabilið.

Grótta endaði í 2. sæti í 2. deildinni í sumar og leikur því í 1. deild að ári en Ólafur Brynjólfsson hætti sem þjálfari liðsins eftir mót.

Jóhannes Karl Guðjónsson hafnaði tilboði frá Gróttu á dögunum en menn eins og Úlfur Blandon og Páll Einarsson höfðu einnig verið orðaðir við starfið.

Gunnar hefur nú verið ráðinn þjálfari en hann þjálfaði U17 ára landslið karla frá 2009 til 2012. Þar áður stýrði Gunnar liði HK í fimm ár en félagið fór í úrvalsdeild í fyrsta skipti undir hans stjórn árið 2006.
Athugasemdir
banner
banner
banner