mið 29. október 2014 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Roma lagði Hörð og félaga í Cesena - Juventus tapaði
Juan Iturbe og Hörður Björgvin eigast við í leiknum í kvöld.
Juan Iturbe og Hörður Björgvin eigast við í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Mauro Icardi skoraði gegn sínum gömlu félögum í Sampdoria.
Mauro Icardi skoraði gegn sínum gömlu félögum í Sampdoria.
Mynd: Getty Images
Það var nóg um að vera í ítalska boltanum í kvöld en Roma jafnaði Juventus að stigum með því að leggja Cesena að velli á meðan Juventus tapaði fyrir Genoa.

Luca Antonini sá til þess að Genoa sigraði Juventus í kvöld en sigurmarkið kom á síðustu mínútu leiksins.

Roma lagði Cesena að velli með tveimur mörkum gegn engu. Mattia Destro kom heimamönnum yfir áður en Daniele De Rossi bætti við öðru marki undir lok leiksins.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í liði Cesena. Hann byrjaði sem djúpur miðjumaður áður en hann var færður vinstra megin í miðverðinum í fimm manna vörn en hann þótti standa sig ágætlega.

Þetta var hans þriðji leikur með Cesena í deildinni en hann er á láni frá stórmeistaraliði Juventus.

Mauro Icardi skoraði þá sigurmark Internazionale gegn sínu gamla félagi Sampdoria en markið kom úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Úrslit og markaskorarar:

Atalanta 1 - 1 Napoli
1-0 German Denis ('58 )
1-1 Gonzalo Higuain ('86 )
1-1 Gonzalo Higuain ('90 , Misnotað víti)
Rautt spjald:Luca Cigarini, Atalanta ('83)

Cagliari 1 - 1 Milan
1-0 Victor Ibarbo ('24 )
1-1 Giacomo Bonaventura ('34 )

Fiorentina 3 - 0 Udinese
1-0 Khouma Babacar ('44 )
2-0 Khouma Babacar ('70 )
3-0 Borja Valero ('80 )

Genoa 1 - 0 Juventus
1-0 Luca Antonini ('90 )

Inter 1 - 0 Sampdoria
1-0 Mauro Icardi ('90 , víti)

Palermo 1 - 0 Chievo
1-0 Luca Rigoni ('81 )

Roma 2 - 0 Cesena
1-0 Mattia Destro ('8 )
2-0 Daniele De Rossi ('81 )

Torino 1 - 0 Parma
1-0 Matteo Darmian ('10 )
Rautt spjald:Alex Cordaz, Parma ('77)
Athugasemdir
banner
banner
banner