Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. október 2014 19:30
Daníel Freyr Jónsson
Kolarov: Höfum verið betri en United í 6 ár
Aleksander Kolarov.
Aleksander Kolarov.
Mynd: Getty Images
Serbneski bakvörðurinn Aleksander Kolarov, leikmaður Englandsmesitara Manchester City, segir liðið hafa verið betra en erkifjendurnir í Manchester United undanfarin sex ár.

City hefur sigrað sex af síðustu níu leikjum liðana, þrátt fyrir að United hafi tekið titilinn í þrjú skipti af síðustu sex. City hefur á sama tíma hampað titlinum í tvígang.

Liðin mætast síðan á Etihad leikvanginum á sunnudaginn.

,,Allir leikmenn í heiminum vilja spila þennan leik," sagði Kolarov.

,,United á frábæra sögu en á undanförnum fimm eða sex árum höfum við verið betri en þeir."

Englandsmeistararnir hafa haft betur undanfarin tímabil í viðureignum liðana og meðal annars unnið síðustu þrjá leiki gegn United.

Athugasemdir
banner
banner
banner