Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. október 2014 21:05
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Varane með tvö í sigri Real
Raphael Varane var í stuði í kvöld
Raphael Varane var í stuði í kvöld
Mynd: Getty Images
UD Cornella 1 - 4 Real Madrid
0-1 Raphael Varane ('10 )
1-1 Oscar Munoz ('20 )
1-2 Raphael Varane ('36 )
1-3 Javier Hernandez ('53 )
1-4 Marcelo ('75 )

Spænska stórliðið Real Madrid fór nokkuð létt með UD Cornella í spænska bikarnum í kvöld en leiknum lauk með 1-4 sigri gestanna.

Franski miðvörðurinn Raphael Varane kom gestunum yfir strax á 10. mínútu leiksins með skalla áður en Oscar Munoz jafnaði fyrir heimamenn. Varane kom síðan Madrídingum aftur yfir með skallamarki áður en flautað var til hálfleiks.

Mexíkóski framherjinn Javier Hernandez skoraði þriðja mark Madrídinga áður en Marcelo skoraði fjórða og síðasta markið.

Þetta var fyrri leikur liðanna í bikarnum en síðari leikurinn fer fram þann 2. desember næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner