Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. október 2014 20:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: BBC 
Swansea áfrýjar rauða spjaldinu á Fernandez
Federico Fernandez í leiknum í gær.
Federico Fernandez í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Swansea hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Federico Fernandez fékk að líta í leik liðsins gegn Liverpool í enska deildabikarnum í gærkvöldi.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Liverpool, en Swansea var 1-0 yfir þegar rúmar 5 mínútur voru eftir. Mario Balotelli jafnaði hinsvegar metin fyrir Liverpool og skömmu síðar var Fernandez rekinn af velli fyrir brot á Coutinho.

Fer hann sjálfkrafa því í þriggja leikja bann, en forráðamenn Swansea munu hinsvegar láta á það reyna hvort brottreksturinn hafi verið réttmætur.

,,Þetta rauða spjald var augljóslega alls ekki rautt spjald," sagði Garry Monk, stjóri Swansea, um atvikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner