Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. október 2014 22:03
Magnús Már Einarsson
Tómas Joð framlengir við Fylki
Tómas er fljótur að rífa sig úr að ofan eftir leiki.
Tómas er fljótur að rífa sig úr að ofan eftir leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Vinstri bakvörðurinn Tómas Joð Þorsteinsson hefur ákveðið að gera nýjan tveggja ára samning við Fylki.

Tómas mun skrifa undir í hádeginu á morgun en á sama tíma munu Jóhannes Karl Guðjónsson og Ingimundur Níels Óskarsson ganga til liðs við Fylki samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

,,Ég ákvað að vera áfram af því það eru spennandi tímar núna í Árbænum, fullt af gæða leikmönnum og virkilega góðu fólki í kringum liðið," sagði Tómas við Fótbolta.net í kvöld.

Ólafur Þórðarson, fyrrum þjálfari Fylkis, hafði áhuga á að fá Tómas í Víking en hann ákvað að hafna tilboði úr Fossvoginum.

,,Víkingur var líka alveg spennandi kostur, hefði verið fjörugt að vinna aftur með Óla Þórðar og prufa nýjar aðstæður en mér fannst vera rétt move fyrir mig að vera bara kyrr," sagði Tómas.

Tómas er 25 ára gamall en hann hefur leikið með meistaraflokki Fylkis í Pepsi-deildinni síðan árið 2009 eftir að hafa verið í láni hjá Aftureldingu árið á undan.
Athugasemdir
banner
banner
banner