Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. október 2016 10:15
Magnús Valur Böðvarsson
Kristján Ómar nýr þjálfari Álftanes
Mynd: Úr einkasafni
Álftanes í fjórðu deild karla hefur ráðið Kristján Ómar Björnsson sem þjálfara. Álftanes féll úr 3.deildinni 2015 og mistókst liðinu að komast í úrslitakeppnina í sumar. Kristján tekur við af Sigurði Brynjólfssyni sem stýrt hefur liðinu seinustu fjögur tímabil.

Kristján er gríðarlega reynslumikill sem leikmaður og en hann á að baki yfir 300 leiki í deild og bikar fyrir Stjörnuna, Þrótt, ÍR, Gróttu og lengst sem leikmaður Hauka. Á þessu tímabili hjálpaði hann ÍR að komast upp úr 2.deild karla og lék 18 leiki með félaginu. Álftanes bindur miklar vonir við Kristján geti stýrt Álftnesingum aftur upp í 3.deild karla.

Kristján sem er 36 ára og starfar einnig sem heilsustjóri hjá Nú framsýn menntun sem er heilsuskóli fyrir börn í 8-10.bekk sem er skóli sérhæfir sig í nútíma kennsluháttum fyrir unglinga þar sem góð hreyfing er mikilvægur hluti skólans. Þá hefur hann einnig verið í þjálfum yngri flokka frá árinu 2005.

„Álftanes er spennandi félag og að þjálfa meistaraflokkinn þar er verkefni sem smellpassar við mín störf þessa dagana. Ég var í raun gáttaður á því hversu ótrúlegri aðstöðu félagið býr yfir. Frábær grasvöllur, glænýr gervigrasvöllur af nýjustu gerð, stórfín lyftingaraðstaða, sundlaug og fleira allt á sama stað. Í raun er þetta betri aðstaða en ég hef hingað til vanist hjá þeim fjölmörgu félögum sem ég hef starfað og leikið fyrir. Álftanes er félag á uppleið sem á engan veginn heima í 4. deild, þó vissulega verði að bera virðingu fyrir þeirri deild og sér í lagi úrslitakeppnisfyrirkomulaginu."

„Krafturinn og áhuginn hjá stjórn og leikmönnum er strax augljós fyrir mér. Það að 16 leikmenn nenni að mæta sérstaklega til þess að fylgjast með nýjum þjálfara skrifa undir er til marks um mikinn spenning og ákafa hjá hópnum. Ég ætla að fara með þessa stráka eins langt og þeir eru tilbúnir að fara og við ætlum að hafa mjög gaman af því ferðalagi saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner