banner
   sun 29. nóvember 2015 14:31
Magnús Már Einarsson
Eiður Aron til Holstein Kiel (Staðfest)
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur gert eins og hálfs árs samning við þýska félagið Holstein Kiel.

Holstein Kiel er í 13. sæti af 20 liðum í þýsku C-deildinni í augnablikinu.

Eiður mun ganga til liðs við félagið þann 1. janúar en þá rennur samningur hans út hjá Örebro í Svíþjóð.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Það stóð alveg til boða að vera áfram í Skandinavíu en þetta kom upp og eftir að ég heimsótti þá í nóvember var ég ákveðinn í að þangað vildi ég fara," sagði Eiður við Fótbolta.net í dag.

Örebrö fékk Eið í sínar raðir frá uppeldisfélaginu ÍBV árið 2011 en honum gekk illa að festa sig í sess í liðinu til að byrja með.

Hinn 25 ára gamli Eiður fór aftur til ÍBV á láni 2013 og 2014 en í fyrra lék hann einnig hluta tímabils með Sandnes Ulf.

Á þessu ári var Eiður hins vegar fastamaður í liði Örebro en hann spilaði 28 af 30 leikjum liðsins í sænsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner