Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 29. nóvember 2015 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal missteig sig gegn Norwich - Milner hetja Liverpool
Özil kemur hér Arsenal yfir
Özil kemur hér Arsenal yfir
Mynd: Getty Images
Tveimur síðustu leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka.

Arsenal missteig sig gegn nýliðum Norwich, en lokaniðustaðan í þeim leik, var 1-1.

Mesut Özil kom Arsenal yfir eftir hálftíma leik, en Lewis Grabban náði að jafna fyrir Norwich rétt fyrir leikhlé.

Arsenal er með 27 stig í fjórða sæti deildarinnar eftir þennan leik, en Norwich er með 13 stig í 16. sæti.

Í hinum leiknum sem fór fram á sama tíma hafði Liverpool betur gegn Swansea, 1-0.

Eina mark leiksins kom um miðbik seinni hálfleiksins, en þar var að verki James Milner úr vítaspyrnu eftir að boltinn hafði farið í hendi Neil Taylor, varnamanns Swansea.

Með sigrinum fór Liverpool upp í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig, en Swansea er með 15 stig í 14. sæti.

Norwich 1 - 1 Arsenal
0-1 Mesut Ozil ('30 )
1-1 Lewis Grabban ('43 )

Liverpool 1 - 0 Swansea
1-0 James Milner ('62 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner