Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 29. nóvember 2015 15:58
Ívan Guðjón Baldursson
England: Jafnt hjá West Ham og West Brom
Mynd: Getty Images
West Ham 1 - 1 West Brom
1-0 Mauro Zarate ('17)
1-1 Rickie Lambert ('50)

West Ham og West Brom mættust í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og skildu liðin jöfn, 1-1.

Heimamenn stjórnuðu leiknum frá upphafi og komust yfir með flottu marki frá Mauro Zarate beint úr aukaspyrnu.

Gestirnir voru hættulegir á boltanum, áttu góðar rispur og tókst að jafna í upphafi síðari hálfleiks.

Boltinn barst til Rickie Lambert, sem kom inná í hálfleik, sem lét vaða á markið. Boltinn fór í höndina á Winston Reid, breytti um stefnu og endaði í netinu. Óljóst er hvort markið verði skráð á Lambert eða sem sjálfsmark Reid, en dómarinn hefði að öllum líkindum dæmt vítaspyrnu hefði boltinn ekki farið í netið.

Tíu mínútum síðar var Jose Salomon Rondon næstum því búinn að koma gestunum yfir þegar hann fékk frían skalla sem var stórkostlega vel varinn af Adrian.

Bæði lið fengu færi til að klára leikinn og á lokamínútum sóttu heimamenn mjög þungt en inn vildi boltinn ekki.

West Ham er í sjöunda sæti eftir jafnteflið, með 22 stig, á meðan West Brom er í þrettánda sæti með 18 stig, þremur stigum fyrir ofan Englandsmeistara Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner