Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 29. nóvember 2015 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Monk: Get ekki kvartað yfir frammistöðunni
Garry Monk
Garry Monk
Mynd: Getty Images
Garry Monk, stjóri Swansea, var svekktur eftir 0-1 tap sinna manna gegn Liverpool í dag.

Monk var stoltur af frammistöðu síns liðs, en var þó ekki sáttur með úrsltitin.

"Ég er miður mín fyrir hönd leikmanna minna þar sem þeir voru frábærir. Vítaspyrnan sem þeir fengu var mjög mjúk og þess vegna vonbrigði fyrir leikmenn mína sem voru frábæri í dag. Ég get ekki kvartað yfir frammistöðunni," sagði Monk.

"Ég held að vítaspyrnan hafi ekki verið viljandi, en Neil sneri baki í boltann. Þetta var mjög mjúk vítaspyrna."

"Við litum ekki út fyrir að vera lið sem er í vandræðum. Við ætlum ekki að beita afsökunum, ég veit við þurfum úrslit en þau munu koma ef höldum áfram að spila eins og við gerðum í dag."

"Ég tek fulla ábyrgð á þessu tímabili hjá okkur. Þú getur séð að leikmennirnir eru að vinna hörðum höndum að bæta gengið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner