Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 29. nóvember 2015 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Neymar: Ég, Messi og Suarez erum þeir þrír bestu
Þrír bestu?
Þrír bestu?
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Neymar, segist eiga það skilið að vera á meðal þeirra þriggja bestu í heimi.

Neymar telur einnig að liðsfélagar sínir, Lionel Messi og Luis Suarez, eigi að vera á meðal þriggja bestu, en verðlaunin fyrir besta leikmann í heimi (Ballon d’Or) verða kynnt í Zurich í janúar á næsta ári.

Neymar hefur verið frábær á þessu ári og skorað 41 mark í öllum keppnum, en auk þess hefur hann hjálpað Barcelona að vinna La Liga, Konungsbikarinn og Meistaradeild Evrópu.

"Ég held ég eigi það skilið að vera á meðal þriggja bestu, fyrir það sem ég hef verið að gera," sagði Neymar við Globo Esporte.

"Ég yrði ánægður ef Messi, Neymar og Suarez væru þeir þrír bestu."

"Þökk sé þeirri sögu sem við erum að búa til og vegna þess sem við höfum sigrað, þá ættum við allir þrír að vera þar."


Messi, sem er talinn líklegastur til að hreppa hnossið, hefur skoraði 44 mörk árið 2015 og Suarez hefur þá skorað 40 mörk af þeim 125 sem þetta eitraða sóknartríó hefur skorað á árinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner