Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. nóvember 2015 14:51
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Chelsea þarf þetta stig meira en við
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, skaut á andstæðinga sína í sjónvarpsviðtali eftir markalaust jafntefli Spurs gegn Chelsea.

Eden Hazard átti eina skot Chelsea í leiknum sem hitti á rammann en Hugo Lloris framkallaði meistaramarkvörslu til að halda stöðunni markalausri.

„Chelsea átti ekki nema eitt skot á markið í öllum leiknum og það var vel varið af Hugo Lloris," sagði Pochettino.

„Þeir gerðu ekki mikið til að reyna að vinna leikinn, við áttum skilið að vinna því við reyndum það.

„Ég held að Chelsea menn séu ánægðir með stigið, þeir þurfa það meira en við."


Líklegt er að Pochettino hafi heyrt frá því hvað Mourinho sagði í viðtalinu á undan. Þar sagði portúgalski stjórinn að sínir menn hafi stjórnað leiknum og átt skilið sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner