Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 29. nóvember 2015 14:36
Ívan Guðjón Baldursson
Þrjú fyndin myndbönd úr leik Chelsea gegn Tottenham
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas átti ekkert sérstakan leik er Chelsea gerði markalaust jafntefli við Tottenham á White Hart Lane.

Fabregas tókst að koma sér víða um netheima vegna tveggja mistaka sem hann gerði í leiknum og náðust á myndband.

Í fyrsta myndbandinu er Fabregas að undirbúa sig til að taka aukaspyrnu en virkar sérlega óákveðinn þar sem hann labbar hring í kringum boltann áður en hann sparkar honum óvart í innkast.

Í öðru myndbandinu þrumar Fabregas svo boltanum í andlitið á liggjandi samherja sínum, honum Willian.

Diego Costa prýðir síðasta myndbandið, en hann var ónotaður varamaður hjá Chelsea þrátt fyrir að hafa verið látinn hita upp mestan part seinni hálfleiks. Þegar Mourinho notaði síðustu skiptinguna undir lok leiksins var Costa augljóslega sár þar sem hann reif sig úr vestinu og kastaði því aftur fyrir sig, beint undir stól Jose Mourinho.









Athugasemdir
banner
banner
banner