Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 29. nóvember 2015 18:24
Magnús Már Einarsson
Viðar mögulega á förum frá Jiangsu Sainty
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,Ég er ekki viss hvort að ég spili hér á næsta ári," sagði Viðar Örn Kjartansson við Fótbolta.net í dag eftir að hann varð bikarmeistari í Kína með liði Jiangsu Sainty.

Viðar gerði þriggja ára samning við Jiangsu í byrjun árs eftir að hafa orðið markakóngur í Noregi með Valerenga í fyrra.

Þessi 25 ára gamli framherji gæti hins vegar farið frá Jiangsu fyrir næsta tímabil en hvert félag í Kína má einungis hafa fjóra erlenda leikmenn innan sinna raða. Jiangsu er á leið í Meistaradeild Asíu og gæti eytt pening í erlendar stjórstjörnur.

„Í Kína eru menn sendir heim ef þeir geta ekkert í þrjá leiki," sagði Viðar við Fótbolta.net í dag.

„Það eru að koma nýir styrktaraðilar hjá liðinu og maður veit aldrei hvað þeir ætla að gera, hvort þeir ætli að kaupa leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni til að styrkja liðið eða ekki."

Viðar gæti róað á önnur mið þegar félagaskiptaglugginn opnar um áramótin en hann er sjálfur opinn fyrir því að færa sig um set.

„Það eru mjög góð lið í Evrópu sem hafa sýnt áhuga. Lífið er svona upp og niður í Kína svo ég útiloka alls ekki að ég fari til Evrópu í janúar," sagði Viðar.

Sjá einnig:
Viðar Örn: Stemningin var í ruglinu
Athugasemdir
banner
banner