Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mán 29. desember 2014 09:28
Magnús Már Einarsson
Atletico Madrid staðfestir samning við Fernando Torres
Atletico Madrid hefur staðfest að Fernando Torres sé á leið til félagsins á láni.

Torres verður á láni hjá Atletico Madrid næsta eina og hálfa árið ef hann stenst læknisskoðun.

Torres hefur verið í láni hjá AC Milan á þessu tímabili en ítalska félagið ákvað að kaupa hann frá Chelsea um helgina.

AC Milan ætlar síðan að lána Torres til Atletico Madrid næsta eina og hálfa árið.

Hinn þrítugi Torres er uppalinn hjá Atletico Madrid en stuðningsmenn spænska félagsins bíða spenntir eftir að sjá hann leika með liðinu á nýjan leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner