Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. desember 2017 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal hefði unnið tvisvar á síðustu fimm árum
Mynd: Getty Images
Uppá síðkastið hefur mikið verið rætt og ritað um árangur liða og einstaklinga yfir heilt ár frekar en heilt tímabil. Til dæmis þegar Harry Kane sló met yfir flest mörk skoruð á einu ári.

Í kjölfarið hafa fjölmiðlar byrjað að spá í hvernig saga enska boltans væri ef litið væri á árangur liða á hverju ári frekar en hverju tímabili.

Manchester City og Arsenal væru sigursælustu félög síðustu fimm ára í ensku úrvalsdeildinni. Man City vinnur árið sem er að líða, með 94 stig úr 38 leikjum. Chelsea hefði unnið í fyrra, með 79 stig.

Arsenal hefði unnið 2015, Man City 2014 og Arsenal 2013. Þar áður hefði Manchester United unnið fjögur ár í röð, frá 2009 til 2012.

Norwich vann fyrsta ár úrvalsdeildarinnar með 41 stig úr 22 leikjum. Blackburn Rovers var besta liðið 1994 og Leeds United það besta 2001. Leicester City hefði aldrei hampað Englandsmeistaratitlinum.
Athugasemdir
banner
banner