Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 29. desember 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Boldt: Hvarflar ekki að okkur að selja Bailey
Bailey er eldfljótur.
Bailey er eldfljótur.
Mynd: Getty Images
Jonas Boldt, stjórnarformaður Bayer Leverkusen, blæs á þær sögusagnir að Leon Bailey sé á leið frá félaginu.

Barcelona, Arsenal og Chelsea eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Bailey.

Bailey er tvítugur kantmaður og hefur verið í fantaformi á tímabilinu, þar sem hann er búinn að skora sex og leggja fimm upp í fjórtán deildarleikjum.

„Núna byrja sögusagnirnar aftur, rétt fyrir opnun janúargluggans," sagði Boldt við Kicker.

„Það hefur enginn boðið í Leon og það hvarflar ekki að okkur að selja hann.

„Hann er samningsbundinn til 2022 og við erum í bílstjórasætinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner