Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. desember 2017 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher: Pep myndi vinna deildina með Man Utd
Mynd: Getty Images
Það er ljóst að Jamie Carragher hefur meira álit á Pep Guardiola sem knattspyrnustjóra heldur en Jose Mourinho.

Carragher segist vera þreyttur á vælinu í Mourinho um að Manchester City sé að kaupa titilinn.

„Það er ekki rétt sem Mourinho segir, að munurinn milli United og City séu peningarnir. Ef Pep Guardiola væri við stjórnvölinn hjá United þá myndi félagið vinna deildina, ég er viss um það," skrifaði Carragher í pistli á Daily Telegraph.

„Ef við förum aftur til baka á upphafsreit tímabilsins og skoðum bæði liðin gaumgæfilega, hvort liðið finnst okkur betra? United setti heimsmet með kaupunum á Paul Pogba og borgaði svo metfé fyrir Romelu Lukaku. Hvort liðið er að eyða meira?

„Ef Mourinho væri við stjórn hjá City þá væri þetta lið ekki að spila jafn góðan bolta og undir Pep. Mourinho hugsar bara um að kaupa leikmenn sem geta unnið núna. Pep hugsar meira um framtíðina.

„City liðið veltur aðallega í kringum Kevin De Bruyne. Mourinho seldi De Bruyne frá Chelsea á sínum tíma, því honum fannst leikmaðurinn ekki tilbúinn fyrir stökkið."

Athugasemdir
banner
banner
banner