Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. desember 2017 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carvalhal: Þurfum ekkert kraftaverk
Carvalhal stýrði Sheffield Wednesday áður en hann tók við Swansea.
Carvalhal stýrði Sheffield Wednesday áður en hann tók við Swansea.
Mynd: Getty Images
Carlos Carvalhal er nýtekinn við Swansea og hefur mikla trú á að liðið haldi sér í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir skelfilegan fyrri helming tímabils.

Svanirnir eru á botni deildarinnar, með aðeins 13 stig eftir 20 umferðir, 5 stigum frá öruggu sæti.

Óljóst er hvort Carvalhal fái mikla peninga til leikmannakaupa í janúar, en sjálfur segist hann vera með ofnæmi fyrir peningum.

„Ég er ekki búinn að ræða við forsetann um hversu mikinn pening við fáum til að styrkja hópinn í janúar. Ég hugsa ekki um peninga, ég hugsa um fótboltamenn, ég er með ofnæmi fyrir peningum," sagði portúgalski stjórinn.

„Fólk segir að við þurfum kraftaverk til að halda okkur uppi en ég er ekki sammála. Við erum með þetta í okkar eigin höndum, við þurfum ekkert kraftaverk, við þurfum bara að sinna vinnunni okkar að ná í stig."
Athugasemdir
banner
banner
banner