Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 29. desember 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Hallgrímur Jónasson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexis Sanchez skorar þrennu fyrir Arsenal samkvæmt spá Hallgríms.
Alexis Sanchez skorar þrennu fyrir Arsenal samkvæmt spá Hallgríms.
Mynd: Getty Images
Fjörið í enska boltanum heldur áfram um helgina en á morgun hefst 20. umferðin í deildinni.

Hallgrímur Jónasson gekk í vikunni til liðs við KA eftir níu ára dvöl í atvinnumennsku erlendis. Hann fékk það verkefni að spá í leikina í 21. umferðinni.

„Ég spái mörgun mörkum og skemmtilegri umferð. Held að lítið breytist á toppnum þvi toppliðin vinna öll," sagði Hallgrímur þegar hann skilaði inn spánni.


Bournemouth 0 - 2 Everton (15:00 á morgun)
Bournemouth eru í slæmum málum og skora lítið. Everton líta betur út eftir þjálfaraskiptin og vinna sannfærandi.

Chelsea 3 - 1 Stoke (15:00 á morgun)
Öruggur heimasigur. Chelsea eru gríðarlega sterkir heima og hafa ekki tapað síðan í september á móti City á heimavelli.

Huddersfield 1 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Burnley eru að standa sig ótrúlega vel og ná hér fínu stigi á útivelli. Zanka gefur mark Burnley á kæruleysislegan hátt.

Liverpool 4 - 2 Leicester (15:00 á morgun)
Liverpool skora mikið og munu halda því áfram. Coutinho skorar 2 og leggur upp 1.

Newcastle 2 - 0 Brighton (15:00 á morgun)
Newcastle ná loksins að sigra eftir 5 töp í röð á heimavelli.

Watford 2 - 1 Swansea (15:00 á morgun)
Watford ná vinnusigri heima þrátt fyrir langan meiðslalista.

Manchester United 3 - 0 Southampton (17:30 á morgun)
United ætlar ekki að missa þennan leik niður í lokin eins og síðast og vinna örugglega. Ef Fellaini væri með yrði þetta 5-0.

Crystal Palace 1 - 3 Manchester City (12:00 á sunnudag)
Palace hafa verið fínir heima undanfarið og halda því áfram, þar af leiðandi tapa þeir bara með tveimur mörkum á móti City. Það er ekkkert sem er að fara að stoppa þetta City lið.

WBA 1 - 4 Arsenal (16:30 á sunnudag)
Auðveldur sigur hjá mínum mönnum. Sanchez er funheitur og setur þrennu.

Tottenham 3 - 0 West Ham (20:00 á fimmtudag)
Tottenham hafa aðeins tapað 1 af síðustu 14 leikjum en það var einmitt í bikarnum á móti West Ham. En þeir klára þennan leik örugglega. Eriksen mun eiga þátt í öllum mörkunum.

Fyrri spámenn:
Gaupi (7 réttir)
Gunnar Jarl Jónsson (6 réttir)
Haukur Harðarson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Siggi Dúlla (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (6 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Logi Bergmann (5 réttir)
Ólafur Ingi Skúlason (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner